Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 13:06

Koníaksstofa og kaffihús við Glóðina!

Veitingastaðurinn Glóðin hefur verið starfræktur í tæp átján ár, en hann stendur við Hafnargötu 62 í Keflavík. Eigendur staðarins eru þeir Ásbjörn Pálsson, matreiðslumeistari og fyrrum yfirmatreiðslumeistari á Lækjarbrekku í Reykjavík, Bjarni Sigurðsson, matreiðslumeistari og Bjarni Gunnólfsson, framreiðslumaður. Útliti staðarins var breytt sl. vor og var hann endurnýjaður jafnt að utan sem innan. Koníaksstofa og kaffihús eru í glerskála inn af veitingasalnum og á annarri hæðinni er veislusalur fyrir allt að 140 manns. Poppminjasafn sem hefur verið til sýnis á staðnum sl. 3 ár, var fjarlægt í vor og í stað þess hefur verið sett upp nokkurs konar listagallerí með sölumálverkum. Fyrrnefndar breytingar miða að því að hækka gæðastuðul staðarins. Helsta aðalsmerki Glóðarinnar er ferskur fiskur, en sl. vor var tekinn í notkun nýr og glæsilegur matseðill með ýmsum klassískum réttum, auk barnamatseðils og fá allir krakkar sérstök verðlaun eftir matinn. Þá er boðið upp á fjölbreytt hlaðborð fyrir hópa, en slíkt þarf alla jafna að panta með fyrirvara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024