Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 27. september 2001 kl. 09:24

Kóngur – Kjáni - Illmenni

Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Franz Carda píanóleikari eru komnir til landsins og hafa í farteskinu ómótstæðilega efnisskrá tileinkaða bassanum og hans ólíku hlutverkum í óperunni. Þeir bregða upp svipmyndum af bassanum í hlutverki kóngs eða kjána, prests eða illmennis, gjálífismannsins, heimspekingsins og skemmtikraftsins. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi, fimmtudagskvöldið 27. september og hefjast kl. 20:00. Miðasala er þegar hafin í Salnum í síma
5 700 400 og er opið frá kl. 13. [email protected] www.salurinn.is
Bjarni Thor Kristinsson er borinn og barnfæddur Suðurnesjamaður. Eftir söngnám á Íslandi lá leið hans til framhaldsnáms við Tónlistarháskólans í Vín hjá Helene Karusso og Curt Malm. Árið 1997 var hann ráðinn sem einn af aðalsöngvurum Þjóðaróperunnar í Vín (Wiener Volksoper) samhliða því að koma fram sem gestasöngvari við ýmis óperuhús, m.a. Ríkisóperuna í Berlín, Íslensku óperuna og óperuna í Wiesbaden. Bjarni sneri sér alfarið að lausamennsku árið 1999 og hefur sungið víða eftir það, m.a. við Parísaróperuna og Teatro Massimo á Sikiley. Á næstum mánuðum syngur Bjarni m.a. í Verona, Flórens, Berlín, París, Vín og Chicago. Sjá einkaviðtal við Bjarna Thor í TVF sem kemur út á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024