Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konfektmeistari með námskeið í Húsasmiðjunni
Föstudagur 19. nóvember 2004 kl. 10:18

Konfektmeistari með námskeið í Húsasmiðjunni

Konditormeistarinn Halldór Kr. Sigurðsson stóð á dögunum fyrir konfektnámskeiði í verslun Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ. Hann gerir víðreist þessa dagana þar sem hann fer um allt land og kennir í verslunum Húsasmiðjunnar.

Á sjötta tug áhugasamra gesta mætti á námskeiðið og voru eflaust margs vísari enda var meistarinn með fjölmörg ráð sem hægt er að nota í jólakonfektgerðinni.

Að loknu námskeiði voru allir gestir leystir út með blómum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024