Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Kompás úr „Pourquoi-Pas?“ gefinn á sýningu í Sandgerði
    Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar, Marc Bouteiller sendiherra og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
  • Kompás úr „Pourquoi-Pas?“ gefinn á sýningu í Sandgerði
    Marc Bouteiller sendiherra og Jörundur Svavarsson prófessor við Háskóla Íslands.
Föstudagur 19. september 2014 kl. 10:21

Kompás úr „Pourquoi-Pas?“ gefinn á sýningu í Sandgerði

Sendiherra Frakklands á Íslandi, Marc Bouteiller, færði sýningunni „Heimskautin heilla“ í Þekkingarsetri Suðurnesja kompás að gjöf í vikunni. Kompásinn er úr skipinu Pourquoi-Pas? sem fórst undan ströndum Íslands þann 16. september 1936.

Skipið Pourquoi-Pas? var á leið í leiðangur til Grænlands er það lenti í fárviðri og fórust 40 skipsverjar en aðeins einn komst lífs af. Leiðangursstjórinn, hinn frægi landkönnuður Jean-Baptiste Charcot var einn þeirra sem fórust með skipinu.

Með sýningunni "Heimskautin heilla" er leitast við að endurskapa það magnaða andrúmsloft sem ríkti um borð í rannsóknarskipunum á sínum tíma, en auk þess hefur verið safnað saman margvíslegum fróðleik í máli og myndum um ævi Charcots og störf.

Franska sendiráðið og afkomendur Jean-Baptiste Charcot hafa fært sýningunni margar og merkar gjafir. Kompásinn sem afhentur var í gær er merkileg viðbót við sýninguna. Kompásinn kemur úr einkasafni Anna-Marie Vallin-Charcot, barnabarns landkönnuðarins fræga Charcot.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024