Kominn á draumahjólið
Það voru drunur og læti þegar Boss Hoss mótorhjólið var ræst í fyrsta sinn. Eigandinn Eyjólfur Þrastarson sat á hjólinu og glotti út í eitt. „Ég er búinn að bíða eftir þessu í tvo mánuði,“ sagði hann.
Hjólið er af gerðinni Boss Hoss, V8 og er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hjólið var ekki komið úr kassanum og strax var farið að slást um að fá það á sýningar hér og þar um landið.
„Jón Sigurðsson var sá eini sem þorði að flytja það inn en ég hringdi í hann og athugaði hver væri líklegur til að standa í þessum innflutningi. Hann skellti sér fljótlega í málið og hér er hjólið,“ sagði Eyjólfur.
VF-mynd - Margrét
Hjólið er af gerðinni Boss Hoss, V8 og er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hjólið var ekki komið úr kassanum og strax var farið að slást um að fá það á sýningar hér og þar um landið.
„Jón Sigurðsson var sá eini sem þorði að flytja það inn en ég hringdi í hann og athugaði hver væri líklegur til að standa í þessum innflutningi. Hann skellti sér fljótlega í málið og hér er hjólið,“ sagði Eyjólfur.
VF-mynd - Margrét