Komin með sumarsmell í spilun
„Það varð þannig til að ég og Margrét vinkona mín sömdum þetta lag ásamt Bjössa æskuvini mínum. Síðan þegar að við vorum að hnýta enda á það fannst okkur vanta eitthverja fyllingu í lagið og spurðum Gauta hvort að hann væri til í að þétta það aðeins fyrir okkur með einu erindi, það var ekki um mikið beðið, hann henti í þetta erindi á svipstundu,“ segir Ragnhildur Jónasdóttir sem nýlega gaf út sumarsmellinn „Það er komið sumar“ ásamt Emmsjé Gauta og Margréti Rán vinkonu sinni.
Lagið er komið í spilun á útvarpsstöðvunum FM 957 og Flass og þykir bæði grípandi og hressandi.
Ragnhildur segist koma héðan og þaðan frá en er uppalin í Keflavík og kláraði sína skólagöngu í FS. Hún segist ekki hafa fundið sér nám ennþá en er samt mikið að pæla að fara í hljóðtækni hjá Raftækniskólanum. Hún býr í 101 Reykjavík og starfar í Gamla Apótekinu en segist vonast til þess að hefja störf í Þjópleikhúsinu í haust. Hún segir tónlist vera sitt allra helsta áhugamál auk þess sem innanhússatkitektúr heilli hana en hún er m.a áskrifandi af Hús og Híbýli. „Mér finnst voða gaman af því að innrétta og það segir mikið um mig að ég er áskrifandi af Hús og Híbýli“ en Ragnhildur er einmitt að standsetja ný híbýli sín en hún stendur í flutningum.
Hefurðu verið eitthvað viðloðin tónlist?
„Eitthvað já. Þetta byrjaði allt þegar að ég og Emma vinkona mín vorum að semja saman, við spiluðum saman á tvennum tónleikum og tókum upp eitt lag, síðan varð ekkert meira úr því. En ég og Margrét eigum okkur stóra drauma í tónlistinni. Við höfum verið að semja saman uppá síðkastið tónlist sem er samt svolítið langt frá þessu lagi sem við vorum að gefa út núna, en ég held að við eigum eftir að vinna meira með Bjössa og Redd Lights í þessari tónlistarstefnu.“ Stöllurnar eru svo þessa stundina að „brainstorma“ yfir nýrri tónlist.
Ragnhildur segist ekki ætla að gera mikið af sér í sumar. „Ég fer út á land í 2-3 vikur að vinna, ætlaði mér alltaf eitthvað út en ég held að ég bíði aðeins með það, skella sér kannski í nokkrar útileigur í staðin. Svo er það bara að semja meira efni, leggja áherslu á það og reyna kannski að syngja á nokkrum tónleikum. Síðan er ég að plötusnúðast, hef verið að spila mikið á Akureyri og ætla að gera meira af því í sumar.“
Við forvitnuðumst um áætlanir Ragnhildar um helgina:
Árshátíð Lez-Jungle
„Á fimmtudaginn held ég að ég taki því bara rólega með nokkrum góðum vinum, ég þarf að undirbúa árshátíð með vinkonum mínu sem verður haldin á föstudeginum, svo að fimmtudagurinn fer sennilega í það að sækja lög, búa til bollu, skella í eina ræðu eða svo of gera allt klárt,“ segir Ragnhildur.
„Á föstudaginn verður svo árshátíð Lez-Jungle, ég er í skemmtinefnd þar. Ég ætla að fagna vel á föstudeginum, því ég er komin í sumarfrí! Við munum hittast snemma og þá verður fengið sér einn, tvo. Síðan hittumst við 30 stelpur saman á Barböru í gífurlega flottan mat, þriggja rétta máltíð alveg voðalega fínt og síðan verður djammað langt fram eftir. Ég og Margrét munum að sjálfsögðu taka lagið og svo eru það DjTooth&RaggaSex sem að sjá um að ljúfir tónar leiki um eyru gestanna.“
„Laugardagurinn er vafasamur, það er búið að bjóða mér í tvö afmæli, ætli ég kíki ekki bara í þau bæði en ef að veðrið verður gott væri ekkert leiðinlegt að skella sér í útileigu. En ég ætla nú bara að hafa það bakvið eyrað. Annars er það bara afmæli og svo kíkt niðrí bæ í góðra vina hóp“
„Sunnudagurinn fer nú vonandi í það að klára að flytja dótið mitt í nýja fína herbergið mitt, kannski mála það og gera kósý. Síðan er það bara að pakka niður í tösku og skella sér austur að vinna, ég verð þar í 2-3 vikur svo að það er eins gott að gera sem mest úr þessari helgi, þar sem ég verð ekki í miðborginni nær allan júlí, ég verð samt að spila á Akureyri fyrstu helgina í júlí, svo ekki láta þig vanta þar,“ segir Ragnhildur að lokum.
Hér má heyra lagið „Það er komið sumar.“
Mynd: Ragnhildur hægra megin ásamt Margréti Rán.