Mannlíf

Komin með litlu tána í kvikmyndaheiminn
Védís Hervör Árnadóttir.
Fimmtudagur 21. ágúst 2014 kl. 11:21

Komin með litlu tána í kvikmyndaheiminn

Védís Hervör ljær bíómyndinni Shadows lag sitt White Picket Fence af nýjustu smáskífu sinni.

Védís Hervör, tónlistarkona mun ljá bíómyndinni Shadows, lag sitt White Picket Fence en það er jafnframt hennar fyrsta smáskífa í langan tíma. Lagið kom út á síðasta ári við vinsældir hérlendra útvarpsstöðva og hefur nú ratað í hendur kvikmyndagerðarmanna vestanhafs. Vísir greinir frá.

Jaðarmyndin Shadows sem gefin var út 1959 verður nú endurgerð í höndum rússneska leikstjórans Makinov, en upprunalega myndin er hugarfóstur John Cassavettes og þótti mjög róttæk á sínum tíma. Hún fjallar um samskipti ólíkra kynþátta á tímum Beat kynslóðarinnar í New York.

Í samtali við Vísi segir Védís Hervör að snemma á þessu ári hafi hún fljótt farið í einfaldan samning beint við framleiðslufyrirtækið. „En eins og með allt annað í þessum bransa þá er ekkert gefið fyrr en ég heyri lagið óma í myndinni. En þetta er viðurkenning og hjálpar til við framhaldið og kynningu á laginu og ég hef lært að nýta mér allt slíkt til góðs. Ég hef verið í þessum lagasmíðabransa lengi og komið mörgu áleiðis sem ég er stolt af og þakklát fyrir alla brauðmolana, svo að segja, en þetta myndi toppa flest, hugsa ég. Lengi verið draumurinn að komast með litlu tá inn í þennan kvikmyndaheim.”

Röð tilviljana þar sem færeyskur félagi Védís lét pródúsent fá lagið og hún hitti kollega sinn á kvikmyndahátíðinni í Chicago sem fékk lagið í hendurnar ásamt safni skandinavískra laga á kubbi. „Heppnin mætti þarna góðri vinnu hljómsveitarinnar og lagið er svosum ekkert slor og passar greinilega inn í þema myndarinnar þannig að margt spilar saman. Svo er bara að þora að vona að myndin verði eilítið meira en Blockbuster á rykugri hillu” segir Védís Hervöri í viðtalinu og hlær.

Hér er lag og myndband Védísar, White Picked Fence.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024