Komdu út að ganga!
Heilsuefling á Suðurnesjum býður þér í klukkutíma hópgöngu í dag klukkan 17.30. Hópurinn hittist alla miðvikudaga við Íþróttaakademíuna og gengið er á þægilegum hraða um götur bæjarins.
Við hvetjum alla til að koma og njóta þess að ganga úti í góðum félagsskap.
Umsónamaður gönguferðanna er Rannveig Garðarsdóttir (Nanný), svæðisleiðsögumaður og ferðamálafræðingur.
Allir eru velkomnir og gengið er í öllu veðri, allan ársins hring.