Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kom í heiminn í leikskólanum Tjarnarseli
Unginn sem klaktist úr skurninni í hlýjunni á Tjarnarseli.
Mánudagur 18. maí 2015 kl. 07:30

Kom í heiminn í leikskólanum Tjarnarseli

Hænuungi vakti mikla kátínu „heimafólks“

Loðnir, fiðraðir og sætir gestir komu í heimsókn á leikskólann Tjarnarsel fyrir skömmu. Um var að ræða hænuunga frá bænum Norðurkoti á Miðnesi, sem er rétt utan við Sandgerði.

Ungarnir töltu í bæinn og tístu sér leið inn í hjörtu barna og kennara. Einn unganna klaktist úr eggi sínu og gátu börnin fylgst með því gerast og voru að vonum himinlifandi yfir því. 
 
Allir nemendur fengu að halda á þessum litlu hnoðrum og vakti heimsóknin mikla kátínu. Meðfylgjandi myndir voru birtar á Facebook síðu Tjarnarsels.  
 
 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024