Kom frá Húsavík og vann Evrópuferð
Hjördís Bjarnadóttir datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún keypti inn í versluninni Nettó í gær. Hún vann hvorki meira né minna en gjafabréf Icelandair til Evrópu í Jólalukku Víkurfrétta. Hjördís, sem bjó á árum í Garðinum, býr nú á Húsavík og var stödd á Suðurnesjum að heimsækja systur sína. Hún var að vonum mjög kát með vinninginn og bjóst við að koma hingað aftur eftir áramót.
Á myndinni afhendir hún Sigfúsi Aðalsteinssyni, á sölu- og markaðssviði Víkurfrétta, miðann góða.