Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Köld busavígsla hjá FS
Þriðjudagur 13. september 2011 kl. 09:11

Köld busavígsla hjá FS

Nú fyrir helgi var komið að hinni hefðbundnu vígslu nýnema við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax um morguninn þurftu busagreyin að leysa ýmsar þrautir og fylgja margvíslegum reglum sem eldri nemendurnir höfðu sett í tilefni dagsins. Þá voru nýnemarnir vel merktir svo ekki færi á milli mála hverjir þar væru á ferðinni. Busunum var síðan smalað saman í einni halarófu að 88-húsinu þar sem vígslan fór fram.

Þar þurftu nýnemarnir að ganga í gegnum erfiða og blauta þrautagöngu og smakka á lýsi og öðru góðgæti. Reyndar gekk vígslan óvenju hratt fyrir sig að þessu sinni en frekar kalt var í veðri og því voru flestir fegnir að komast aftur inn. Eftir vígsluna var því þrammað aftur í skólann og boðið upp á pulsur og djús á línuna. Ekki var annað sjá en að fólk skemmti sér vel og nýnemarnir blautir og kaldir en sáttir. Um kvöldið var svo hið hefðbundna busaball.

Hér má svo sjá myndasafna frá deginum kalda.

Myndir og texti fss.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024