Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kökubasar kórs eldri borgara á föstudag
Eldey, kór eldri borgara, heldur kökubasar í Nettó næsta föstudag. Myndin var tekin þegar kórinn hélt basar fyrir síðustu jól.
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 06:00

Kökubasar kórs eldri borgara á föstudag

Eldey kór eldri borgara verður með kökubasar í Nettó næsta föstudag klukkan 14:00. Tilefnið er að kórfélagar eru að safna pening til að standa straum af kostnaði við 25 ára afmæli kórsins. Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að mikið verði að gera hjá þeim á afmælisárinu og að maí mánuður verðu undirlagður. Þann 5. maí á Uppstigningardag syngur Eldeyjarkórinn við messu í Keflavíkurkirkju, þann 19. maí í Víðihlíð og á Hlévangi, 20. maí á Nesvöllum. Þann 21. maí tekur kórinn svo þátt í kóramóti á Akranesi, og 26. maí verða vortónleikar í Keflavíkurkirkju. 
 
Fyrirhuguð er afmælisferð kórsins 16 til 21. september til Þýskalands. Afmælistónleikar og fleira verða á dagskrá með haustinu.

Kórfélagar vonast til að sjá sem flesta á kökubasarnum og á viðburðum ársins hjá kórnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024