Kokteilkvöld hjá Höllu
Það var margt um manninn á Kokteilkvöldi hjá Höllu síðastliðið fimmtudagskvöld. Kokteilkvöldið er orðið fastur liður hjá veitingastaðnum og boðið var upp á fjóra mismunandi rétti og kokteila. Þessi kvöld hafa verið vel sótt og hafa aðrar verslanir í verslunarmiðstöð Grindavíkur opið lengur og eru með alls kyns tilboð fyrir gesti og gangandi.
Hárstofan bauð upp á kynningu á Eleven hárvörum ásamt afslætti, Palóma var með afslátt af vörum sínum og léttar veitingar og Lyfja var einnig með opið og ýmis tilboð og kynningar. Linda María, eigandi verslunarinnar Palóma, segir að það hafi verið líf og fjör á fimmtudeginum og mikið af fólki alls staðar af Suðurnesjum kom og kíkti við.
Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á kvöldinu.
Halli frá Reykjavík Warehouse, Anna María, Edith, Margrét og Þórdís á Hárstofunni.
Linda María og Sirrý í Palóma.
Það voru glæsilegir smáréttir í boði á kokteilkvöldinu.