Kojufyllerí fyrir augu og eyru að Hafnargötu 22
Kolbeinn Hugi opnar sýningu í Suðsuðvestur laugardaginn 22. maí.klukkan 19:00. Sýningin verður kojufyllerí fyrir augu og eyru og er tilraun til þess að skapa abstrakt áreiti, jafnvel ofbeldi með litum og hljóðum ef það er þá hægt.
Auk myndlistarsýningarinnar, sem mun standa yfir til 13. júní, verða ýmsir viðburðir á opnuninni.
Kolbeinn og Mundi Vondi munu gera þokukenndan gjörning. Bakkus postulanna úr Listasafni Reykjavíkur verður á staðnum, en það er eftirgerð sveitts öldurhúss í Reykjavík. Danslega óhljóðagrúppan Quadruplos mun troða upp á opnuninni en þeir voru að gefa út fyrstu plötu sína. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík þar er opið um helgar frá kl.14 – kl.17 eða eftir samkomulagi í síma 662 8785 (Inga) www.sudsudvestur.is