Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 15. ágúst 2001 kl. 09:53

Köfunarparadís

Í Reykjanesbæ er staðsettur Sportköfunarskóli Íslands sem stofnaður var árið 1997 af Tómasi Knútssyni eiganda skólans.
Skólinn býður upp á námskeið í allt sumar en fjórir kennarar eru þar að störfum. Byrjendanámskeiðin fela í sér bóklegt nám, verklegar æfingar í sundlaug og að lokum 4-5 kafanir. Allir sem læra köfun hjá skólanum fá alþjóðleg skírteini sem veita viðkomandi aðgang að köfunargræjum um allan heim.
Mesta köfunarparadís Íslands er sjórinn fyrir utan Garðskaga og staðsetning skólans því mjög hentug. Þeir sem nú þegar hafa sótt námskeið eru einnig velkomnir til Tómasar í Sportköfunarskólann og geta farið með honum í spennandi leiðangur og synt með höfrungum. Í skólanum er einnig starfræktur köfunarklúbburinn Blái Herinn sem stendur m.a. fyrir hreinsunarátökum í höfnum landsins. Herinn er nú þegar kominn með 16 tonn af rusli á land og hefur fengið viðurkenningu erlendis frá fyrir umhverfisátak sitt. Þeir sem vilja hafa samband og fá nánari upplýsingar geta haft samband: [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024