Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kofahverfi á malarvellinum
Fimmtudagur 20. júlí 2006 kl. 16:14

Kofahverfi á malarvellinum

Glæsihallirnar taka nú óðum á sig glæstari mynd á malarvellinum í Keflavík þar sem kofabyggð á vegum Reykjanesbæjar er starfrækt.

Sumir kofarnir voru fullgerðir en aðrir voru á vinnslustigi. Fjölbreytnin var í fyrirrúmi, sumir voru með þak á kofanum en aðrir létu sér nægja að slá upp veggjum og buðu sólina velkomna í kofann.

Alexander Blær Garðarsson (6 ára) var uppi á þaki á sínum kofa í óðaönn við að festa þakborðin á kofann og mátti ekkert vera að því að ræða við blaðamann Víkurfrétta.

Alexander náði þó að koma því frá sér í hamaganginum að þegar kofinn væri tilbúinn þá myndi hann skemmta sér í kofanum ásamt vinum sínum. Smiðsstarfið á þó ekki að liggja fyrir honum þar sem Alexander ætlar að verða lögga þegar hann verður stór.

Hægt er að skoða myndasafn frá Kofabyggðinni hér hægra megin á síðunni undir valhnappnum „Ljósmyndir“

VF-myndir frá Kofabyggð/ [email protected]Alexander Blær uppi á þaki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024