Kofabyggð rís við Vatnaveröld í Reykjanesbæ
Kofabyggð rís nú hratt á gamla knattspyrnuvellinum við Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Byggðin er smíðuð af ungum íbúum bæjarins sem vanda vel til verka.
Kofabyggðin er í umsjón Skátafélagsins Heiðarbúa í Keflavík, sömu krakkarnir mæta ár eftir ár.
Það er einnig kofabyggð í sveitarfélaginu Garði og eru leiðbeinendur þar á morgnana en eftir hádegi við Vatnaveröld.
Fleiri myndir eru á ljósmyndavef VF.