Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Knúsuðu Valgeir Guðjónsson á söngfundi
Börnin tóku hlýlega á móti Valgeiri Guðjónssyni.
Mánudagur 14. apríl 2014 kl. 14:03

Knúsuðu Valgeir Guðjónsson á söngfundi

Grænir dagar haldnir hátíðlegir á leikskólanum Gimli.

Börn og starfsfólk á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ héldu Græna daga í síðustu viku. Þar kenndi ýmissa grasa og voru uppákomur margvíslegar, svo sem heimsókn frá Önnu grænu, sýning barnanna í skólanum í tengslum við Listahátíð barna og tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson heimsótti þau á söngfundi. Hann flutti lög af nýútkomnum geisladiski sem ber nafnið Fuglakantata, sem hann gaf út í samstarfi við Hjallastefnuna. Lögin eru eftir Valgeir en textar eftir Jóhannes úr Kötlum. Ljóðin eru öll um fugla nema eitt sem fjallar um hagamús.

Í daglegu starfi í leikskólanum Gimli er unnið að umhverfismálum. Allt sorp sem til fellur í skólanum er flokkað og hugað er að umhverfinu með nýtni og nægjusemi. Þá eru börnin eru meðvituð um að vel skuli ganga um náttúruna og hvernig beri að njóta hennar.                                                      

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samstarfi við Njarðvíkurskóla var Barnalundur tekinn í fóstur og hugað vel að svæðinu þar. Grænir dagar hafa verið haldnir á Gimli síðan skólinn varð Skóli á grænni grein árið 2010. Dagarnir hafa verið nýttir til þess að setja upp ýmsar umhverfisvinnustöðvar, kynna sér umhverfismarkmið og bregða á leik. Þá hefur leikskólinn flaggað Grænfánanum tvisvar sinnum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við ofangreind tilefni.