Knattspyrnumenn fá góða gesti
Íþróttafólk úr Nes leit inn á æfingu hjá knattspyrnuliði Keflavíkur á þriðjudaginn og var þar ansi kátt á hjalla.
Hópurinn stillti sér allur upp fyrir myndatöku og eftir það var haldið inn í félagsaðstöðu liðsins þar sem Nesarar fengu kók, frostpinna og auk þess boðsmiða á næsta heimaleik Keflavíkur í Landsbankadeildinni. Þar munu þau fá að sitja í heiðursstúkunni og eiga þess færi að verða dreginn út í happdrætti þar sem er í boði flugmiði og miði á völlinn í meistaradeild Evrópu næsta haust.
Auðvitað ætluðu allir að mæta á völlinn á mánudaginn og sýndu þau þakklæti sitt með þvi að hrópa öll í kór að Keflavík eru bestir. Víkurfréttum finnst samt Nesarar alltaf vera bestir!