Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Klikkuð stemmning í Andrews - verkið á leiðinni norður
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Föstudagur 4. október 2013 kl. 09:56

Klikkuð stemmning í Andrews - verkið á leiðinni norður

Húsfyllir var í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú í gærkvöldi þegar kór Keflavíkurkirkju flutti Jesus Christ Superstar ásamt rokkperlum U2. Klikkuð stemmning var í húsinu og ljóst að salurinn var hrifinn af því sem boðið var uppá.

Einsöngvarar voru þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson.

Stjórnandi verksins er Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju en hann hefur einnig útsett tónlistina sérstaklega fyrir kórinn og hljómsveitina.

Í dag heldur kórinn ásamt einsöngvurum og hljómsveit norður yfir heiðar en á morgun verður verkið flutt í Akureyrarkirkju. Það er því ástæða fyrir Suðurnesjafólk á norðurlandi að kíkja á frábæra tónleika í Akureyrarkirkju á morgun. Miðasala er á midi.is









Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25