Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Klikkaður kærleikur sló í gegn í Víkingaheimum
Laugardagur 3. september 2011 kl. 12:59

Klikkaður kærleikur sló í gegn í Víkingaheimum


Tískusýning á Suðurnesjafatnaði undir töfratónum þungarokks og kvennakórs sló í gegn í Víkingaheimum á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Klikkaður kærleikur var nafn dagskrárinnar sem var hugmynd þeirra Spiral-systra Írisar Jónsdóttur og Inunnar E. Yngvadóttur ásamt þeir Guðnýju Kristjánsdóttur og Davíðs Óskarssonar en þau tvö síðastnefndu hafa verið tengd starfsemi Leikfélags Keflavíkur í langan tíma.

Sýningarhópur Spiral hönnunar en fyrirtækið er fatahönnunaryfirtæki þeirra Ingunnar og Írisar og var stofnað fyrir um ári síðan, sýndi nýjan fatnað undir tónlist Deep Jimi en með þeim sem og einn og sér söng Kvennakór Suðurnesja. Umhverfið með Víkingaskipið Íslending var afskaplega skemmtilegt og gestir sem troðfylltu Víkingaheima skemmtu sér vel á þessari óvanalegu en skemmtilegu uppákomu. Punkturinn yfir i-ið var fjáröflun fyrir sjóðinn „Kærleiksbörn“ en hann var stofnaður til að styrkja veik eða fötluð börn á Suðurnesjum. Spiral í samvinnu við listakonuna Línu Rut hannaði og gerði boli sem voru og eru seldir til styrktar Kærleiksbörnum. Strax í gærkvöldi var megnið af bolunum seldir en þeir voru m.a. sýndir á tískusýningunni.

Hér má sjá fleiri myndir frá kvöldinu í myndasafni vf.is


-

-

-