Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klemenz ræðir heilsu við Grindvíkinga
Klemenz Sæmundsson hjólaði hringinn í kringum Ísland í fyrra. Hér fær hann sér myndarlegan morgunverð.
Þriðjudagur 30. september 2014 kl. 09:10

Klemenz ræðir heilsu við Grindvíkinga

Í dag, þriðjudaginn 30. sept. verða tveir áhugaverðir fyrirlestrar fyrir íþróttafólk á öllum aldri í Grindavík um næringu og heilsu í umsjón Klemenz Sæmundssonar næringarfræðings. Fyrri fyrirlesturinn er fyrir nemendur í 4.-8. bekk og sá síðari fyrir 15 ára og eldri.

Klemenz Sæmundsson næringarfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir 4.-8. bekk um hollt og skynsamlegt fæði fyrir íþróttafólk kl. 18:00 í Hópsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru einnig velkomnir. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Næring og heilsa ungmenna“.

Þá verður Klemenz með fræðslufyrirlestur fyrir íþróttafólk 15 ára og eldri um hollt og skynsamlegt fæði kl. 20:00 Hópsskóli. Foreldrar og forráðamenn eru einnig velkomnir. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Fyrirlestur um fæði íþróttamannsins 15 ára og eldri“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024