Klassart úr leik í Popppunkti

Systkinin í hljómsveitinni Klassart tóku þátt í Popppunkti, spurningarþætti Dr. Gunna í gærkvöldi. Hljómsveitin atti kappi við víkingarokkhljómsveitina Skálmöld sem virtust vera nokkuð poppfróðir og fóru með öruggan sigur af hólmi. 
Skemmst er frá því að segja að Klassart náðu sér aldrei á flug eftir góða byrjun Skálmaldar en lokatölur urðu 17-39 sem verður að teljast stórsigur.
Mynd: Pálmar, Fríða og Smári Guðmundsbörn





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				