Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klassart með nýja breiðskífu
Fimmtudagur 12. febrúar 2009 kl. 14:10

Klassart með nýja breiðskífu

- Systkynin í Klassart ásamt Guðmundi Kristni upptökustjóra

Hljómsveitin Klassart vinnur nú að annari hljóðversplötu sinni sem áætlað er að komi út síðar á árinu. Er plötunni ætlað að fylgja eftir fyrstu breiðskífu sveitarinnar ,,Bottle of blues” sem kom út árið 2007 og fékk einróma lof gagnrýnenda.

Hljómsveitin, sem í raun samanstendur af systkynum, braust fyrst fram á sjónvarsviðið við sigur á blúslagakeppni rásar 2 árið 2006 og hefur hljómsveitin komið fram með hléum undanfarin tvö ár, en búast má við að hljómsveitin verði mikið á ferðinni á þessu ári.

Breiðskífan er tekin upp í Sýrlandi (Hljóðrita)  og er valinn maður er í hverju rúmi, má þar nefna blúsgítarleikarann Guðmund Pétursson (Vinir Dóra, Blúsmenn Andreu) Davíð Þór Jónsson (Hjálmar, Flís,) á orgel og píanó og Helga Sv. Helgason (Hjálmar, Flís) sem lemur húðir.  Upptökunum stjórnar keflvíkingurinn Guðmundur Kristinn Jónsson sem án efa er einn fremsti upptökumaður landsins í dag.

Miklar væntingar eru gerðar til væntanlegrar breiðskífu og er það mat kunnugra að þarna muni tvímaælaust fara ein af plötum ársins.

Ljósmynd: Gúndi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024