Klassart í Útskálakirkju
Klassart mun halda tónleikaferð sinni ,,Klassart og Hallgrímur Pétursson" áfram í næstu viku. Á mánudag mun hljómsveitin troða upp í Útskálakirkju, munu tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 11:00.
Hefur samstarf hljómsveitarinnar við Sveitarfélagið Garð og Gerðaskóla verið einkar gott og hafa umræddir aðilar í samstarfi gert fjórum elstu bekkjum grunnskólanns kleyft að hlýða á tónleikana, sem einnig eru opnir öllum þeim er áhuga hafa.
Á fimmtudag mun hljómsveitin svo troða upp í Hvalsneskirkju í Sandgerði.