Klassart í hátíðarskapi
Óhætt er að segja að hlómsvetin Klassart sé í sannkölluðu hátíðarskapi á nýrri safnplötu frá Geimsteini "Geimsteinn 33 1/2" er kemur út nú fyrir jólin. Á plötunni er að finna útgáfu Klassart á gamla ítalska júróvision-laginu "Non ho l'eta" sem Elly Vilhjálms söng síðar á íslensku undir nafninu "Heyr mína bæn".
Útgáfan sem Klassart spilar var tekinn upp í Geimsteini undir stjórn Björgvins Ívars, barnabarni Rúnars heitins Júlíussonar. Lagið er bæði sungið á íslensku og ítölsku og er þetta eina óútgefna lagið sem verður að finna á plötunni. Einnig verður að finna lagið Örlagablús sem kom út á fyrstu plötu Klassart.
Hér er hægt að sjá upptökuna sem var tekin upp "live" í Geimsteini. Klassart - Non ho l'eta
Klassart kemur fram á uppskeruhátíð Geimsteins sem hefst í kvöld kl. 21:00.