Klassart á næstvinsælasta lag landsins
Hjálmar í fjórða sæti
Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði á næstvinsælasta lag landsins, ef marka má vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna. Lagið Flugmiði aðra leið hefur farið nokkuð hratt upp listann en lagið var í fjórða sæti í síðustu viku. Önnur „Suðurnesjasveit“ lúrir í fjórða sæti en þar dvelja strákarnir í Hjálmum með lagið Lof. Á næstunni munu Víkurfréttir birta veglegt viðtal við Suðurnesjamennina Sigga og Kidda í Hjálmum, en hljómsveitin fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir.
Hér að neðan má heyra lagið Flugmiði aðra leið með Klassart.