Klassart á Iceland Airwaves í kvöld
Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði leikur á Organ á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 20:15.
Hljómsveitina þarf vart að kynna fyrir tónlistaráhugafólki þar sem fyrsta plata þeirra, Bottle of Blues, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda sem og almennings frá því hún kom út í sumar.
Þau hafa fengið afar góðar móttökur á tónleikum en í næsta mánuði munu þau m.a. leika á tónleikum með Hjálmum í Andrew's Theater á Vallarheiði.
Mynd/Gúndi