Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Klakalistaverk við Heiðarskóla
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 11:36

Klakalistaverk við Heiðarskóla

Nemendur í Heiðarskóla mættu margir með klaka í morgun til að búa til klakalistaverk á hringtorginu fyrir framan skólann. Nemendur frystu vatn í fernu heima og mættu með klaka í býtið og eins og sjá má voru þeir í ýmsum litum. Yngstu krakkarnir höfðu mjög gaman af þessu og mættu í löngu frímínútunum til að skoða litskrúðuga klakana. VF-myndir/pket.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024