Kjúklingurinn slær út fiskréttina hjá skólakrökkum
Kjúklingur er vinsælasta máltíðin í grunnskólum Reykjanesbæjar ef marka má nýlega könnun sem starfsmenn Skólamatar gera á vali nemenda. Þetta kom fram á íbúafundi með bæjarstjóra Reykanesbæjar sem haldinn var í Höfnum sl. fimmtudag.
Samkvæmt upplýsingum Skólamatar, sem sér um heitar máltíðir í ölum grunnskólum bæjarins, fær kjúklingarétturinn hæstu einkunn (9,8) en grjónagrautur og súpur koma þar rétt á eftir. Fiskréttir eru einnig hátt skrifaðir (8,8) eins og reyndar allur matur sem í boði er en ná samt ekki hæðum kjúklingaréttarins.