Kjósum Klassart!
Hljómsveitin keppir í evrópskri tónlistarkeppni í dag
Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði er búin að koma sér vel fyrir í Parísarborg en þar munu liðsmenn hennar taka þátt í sérstakri evrópskri hljómsveitarkeppni sem svipar til Eurovision. Keppnin hefst klukkan 17:00 á íslenskum tíma í dag, mánudag, en hægt er að fylgjast með keppninni á vefsíðunni euromusiccontest.com/i/livestream. Klassart er númer tvö í röðinni á sviðið í kvöld og verður hægt að kjósa hér.
Hljómsveitin ferðaðist í 14 klst. í gær og þegar á leiðarenda var komið tóku við viðtöl og uppákomur eins og sönnum poppstjörnum sæmir. Hljómsveitinni var vel komið fyrir á sveitasetri rétt fyrir utan París en þau segja staðinn vera algjöra paradís. Nú þegar hafa Suðurnesjamennirnir eignast vinaband og una við hvurn sinn fingur í Frakklandi. Þau vildu endilega biðla til Suðurnesjamanna um að kjósa rétt í kvöld en kjósa má hér með því að smella á Klassart hjartað fyrir neðan vefspilarann, (eins og sjá má hér að neðan)