Kjartan Már bæjarstjóri tekur við fána Nýdanskrar - MYNDBAND
„Að loknum einkar vel heppnuðum Nýdönskum dögum í Hafnarfirði er stefnan tekin suður með sjó. Hér má sjá Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra í Reykjanesbæ veita Nýdanska fánanum viðtöku í opinberri heimsókn hljómsveitarinnar á bæjarskrifstofurnar,“ sagði Jón Ólafsson, liðsmaður hljómsveitarinnar Nýdönsk, þegar hann afhenti Kjartani fána hljómsveitarinnar á stöng, sem Kjartan sagðst ætla að hafa í glugganum hjá sér á skrifstofunni. Myndbandið birti Jón á Facebook síðu sinni.