Kjaftað um kynlíf
- Sigga Dögg gefur út sína fyrstu bók
Keflvíski kynfræðingur Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, var að ljúka við sína fyrstu bók nú í vikunni en áætlað er að hún komi út í haust. Bókin nefnist Kjaftað um kynlíf og er hugsuð sem handbók fyrir foreldra þar sem farið er yfir hvernig á að tala um kynlíf við börn og unglinga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
„Bókin er byggð á efni sem ég hef sankað að mér á seinustu fjórum árum, mín reynsla í bland við erlendar og innlendar rannsóknir,“ segir Sigga Dögg í samtali við blaðið en hún er á því að bókin eigi að vera skyldueign fyrir foreldra og fullorðna. Hún segir að lykillinn að kynfræðslu sé sá að foreldrar geti talað um kynlíf við börnin sín. Oftar en ekki viti fólk ekki hvernig á að gera það og hvenær er best að byrja fræðsluna. „Ég mundi segja að 4-6 ára aldurinn væri góður til að
byrja að koma inn á hvernig börnin verða til, svo ræður maður hversu djúpt er farið í útskýring-
arnar. Allt er þetta tekið fyrir í bókinni,“ segir Sigga Dögg einnig í viðtalinu.