Kiwanisklúbburinn Keilir veitir styrki
Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík veitti á dögunum veglega styrki til Fjölskylduhjálpar Íslands og Velferðasjóðs Suðurnesja. Styrkirnir voru veittir um sama leyti og Keilir opnaði sína árlegu jólatréssölu sem er í Húsasmiðjunni á Fitjum.
Tvö atriði sem tengjast jólunum og gerast alltaf ár eftir ár er koma jólasveinanna til byggða og opnun jólatréssölu Keilis, en klúbburinn hefur selt Suðurnesjabúum jólatré, skreytta krossa og greinar sem Sínawikklúbburinn í Keflavík hefur útbúið í hátt í 30 ár. Allur ágóði sölunnar rennur til líknarmála.
Velferðarsjóður Suðurnesja og Fjölskylduhjálpin fengu peningastyrki og gjafabréf til úttektar á jólatrjám. Bæði þessi samtök hafa styrkt fjölmargar fjölskyldur og nú í ár er útibú Fjölskylduhjálparinnar á Suðurnesja að styrka í fjórða sinn, en því miður þurfa samtökin að neita 15-20 manns á hverjum degi.