Kiwanisbangsar hugga börn í sjúkrabílum
– Keilismenn gefa bangsa nafni Ævars heitins Guðmundssonar.
Kiwanisklúbbnum Keilir í Keflavík afhenti nýlega bangsa til Brunavarna Suðurnesja, en um langt árabil hefur Kiwanisklúbbnum Keilir séð til þess að alltaf eru til bangsar til þess að hugga þau börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutninga að halda.
Að þessu sinni voru bangsarnir afhentir í nafni Ævars Guðmundssonar heitins fyrrverandi Keilismanns. Fjölskylda Ævars styrkti myndarlega verkefnið „kiwanisklukkan“ á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og síðan þá hefur Keilir styrkt verkefni í nafni hans.