Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Kiwanisbangsar hugga börn í sjúkrabílum
    Jón Ragnar Reynisson forseti Keilis, Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri og Guðrún Eyjólfsdóttir ekkja Ævars. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Kiwanisbangsar hugga börn í sjúkrabílum
    Kiwanisbangsinn Ævar.
Þriðjudagur 11. febrúar 2014 kl. 13:25

Kiwanisbangsar hugga börn í sjúkrabílum

– Keilismenn gefa bangsa nafni Ævars heitins Guðmundssonar.

Kiwanisklúbbnum Keilir í Keflavík afhenti nýlega bangsa til Brunavarna Suðurnesja, en um langt árabil hefur Kiwanisklúbbnum Keilir séð til þess að alltaf eru til bangsar til þess að hugga þau börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutninga að halda.

Að þessu sinni voru bangsarnir afhentir í nafni Ævars Guðmundssonar heitins fyrrverandi Keilismanns. Fjölskylda Ævars styrkti myndarlega verkefnið „kiwanisklukkan“ á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og síðan þá hefur Keilir styrkt verkefni í nafni hans.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024