Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kiwanis gefur góðar gjafir
Brunavarnir Suðurnesja fengu að gjöf sendi í sjúkrabíl sem á eftir að auðvelda upplýsingastreymi frá tækjum sjúkrabílsins til bráðamóttöku á sjúkrahúsi.
Fimmtudagur 20. september 2012 kl. 10:30

Kiwanis gefur góðar gjafir

Kiwanishreyfingin hélt sitt 42. umdæmisþing í Reykjanesbæ um nýliðna helgi en á þinginu voru gestir frá Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum.

Styrktarsjóður Umdæmisins Ísland-Færeyjar veitti nokkra styrki á þinginu. Fyrst má nefna styrk til átaksins „Á allra vörum“ sem var styrkt um 500.000 krónur. Þá styrkti sjóðurinn einnig vitundarvakninguna Bláa naglann um 500.000 krónur. Að endingu þá gaf sjóðurinn sendi í sjúkrabíl Brunavarna Suðurnesja. Sendir þessi tengist Landspítalanum og sendir upplýsingar um ástand sjúklinga sem fluttir eru með bílum BS.

Kiwanisklúbburinn Keilir, sem var gestgjafi umdæmisþingsins, afhenti einnig gjafir við þetta tækifæri. Þannig fengu Brunavarnir Suðurnesja bangsa í sjúkrabílana. Undanfarin ár hefur Keilir gefið bangsana í sjúkrabílana en þá nota sjúkraflutningamenn til að gefa yngstu sjúklingunum sem þeir flytja.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk einnig gjafabréf að andvirði 200.000 kr. til hljóðfærakaupa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karen Sturlaugsson tók við 200.000 kr. styrk til Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá Kiwanisklúbbnum Keili.

- Fleiri myndir frá athöfninni í Víkurfréttum í dag.