Kisustrákur ratar ekki heim
Þessi svarti og hvíti kisustrákur ratar ekki heim til sín. Hann hélt til við hraðbanka Sparisjóðsins í Njarðvík í gærkvöldi, rennblautur og svangur, og lítið fararsnið á honum. Starfsmenn Víkurfrétta tóku kisa í fóstur og komu honum í næturgistingu. Ef þú kannast við þennan kettling, 4-5 mánaða gamall fress, þá vinsamlega hafðu samband í síma 898 2222.