Kísilmyndir í nýjum sal Hringlistar
Íris Jónsdóttir, myndlistarkona, sýnir myndir sem unnar eru með kísil úr Bláa lóninu í nýjum sýningarsal Hringlistar við Hafnargötu 29 í Keflavík. Íris rak áður Hringlist en fyrr á þessu ári tók Hildur Harðardóttir við rekstrinum. Formleg opnun salarins var á Ljósanótt í Reykjanesbæ og kom fjöldi manns á staðinn. Sýning Írisar stendur út mánuðinn.