Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kisa sem ratar ekki heim
Þriðjudagur 30. september 2003 kl. 13:21

Kisa sem ratar ekki heim

Kötturinn á meðfylgjandi mynd ratar ekki heim til sín og hefur þess vegna flutt inn á íbúa Hólagötu 9 í Njarðvík þar sem Sigurgestur Guðlaugsson tók á móti honum einn fagran haustdaginn. Ég hef bæði leitað til lögreglu sem og Heilbrigðiseftirlitsins en þau hafa ekki fengið neinar fyrirspurnir, sagði Sigurgestur við Víkurfréttir.
Mér var reyndar tjáð að ekki væri mikið um úrlausnir á svona málum hér í Reykjanesbæ en er þó fullur af vilja til að gera smágóðverk á haustdögum og datt í hug hvort ekki væri hægt að fá Víkurfréttir í lið með mér, kannski birta mynd að kisunni á vefnum eða eitthvað í þá áttina.
Ekki viljum við á Víkurfréttum að kisan komist ekki til síns heima og því geta þeir sem kannast við kisu sett sig í samband við Sigurgest í síma 864 5453.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024