KIRKJUSTARF AÐVENTKIRKJUNNAR BLIKABRAUT 2, KEFLAVÍK
Á hverju föstudagskvöldi í vetur kl.20 verða samverustundir í safnaðarheimilinu að Blikabraut 2. Um er að ræða leiðsögn til skilnings á Biblíunni. Sýndar verða myndbandsspólurnar „NET 98” sem sýndar hafa verið í gegnum gervihnetti til milljóna manna um allan heim. Frábært efni fyrir þá sem vilja kynnast Biblíunni betur, fyrir þá sem vilja skyggnast inn í framtíðina, og fyrir hugsandi fólk á öllum aldri. Boðið er upp á léttar veitingar og aðgangur er ókeypis. Allir eru hjartanlega velkomnir.