Kirkjur og félagsstarf
Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum
Samkoma laugardaginn 28. nóvember á Blikabraut 2, Reykjanesbæ, hefst kl. 11 með biblíufræðslu. Biblíuumræða kl. 12. Allir hjartanlega velkomnir.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
Messa, altarisganga 29. nóvember kl. 14. Fögnum komu aðventunnar. Prestur er Kjartan Jónsson héraðsprestur. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnhildar Höllu Baldusdóttur. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Að lokinni messu er boðið upp á pipakökur, kaffi og djús. Sunnudagaskóli sunnudaginn 29. nóvember kl. 11. Umsjón hafa Halla Rut Stefánsdóttir og María Rut Baldursdóttir.
Njarðvíkurkirkja. (Innri-Njarðvík)
Sunnudagaskóli sunnudaginn 29. nóvember kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. Organisti Stefán H. Kristinsson.
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ
Hjálpræðisherinn, Flugvallarbraut 730
Laugardaginn 21. nóv. Samkoma kl. 20:00. Söngur í umsjá Sigga Ingimars, Rönnvu Olsen og Dortheu Dam
Sunnudaginn 22. nóv. Samkoma kl. 17:00, Gospelkórinn KICK syngur
Ræðumaður báða dagana er Jósteinn Nielsen. Allir eru hjartalega velkomnir!
Hvítasunnukirkjan Keflavík
Sunnudagar kl. 11.00. Fjölskyldusamkoma - barnakirkja á sama tíma.
Þriðjudagar kl. 20.00. Bænasamkoma.
Fimmtudagar kl. 20.00 Biblíuskóli.
Bænastundir í hádeginu kl. 12.00 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga.
Fyrsta Baptistakirkjan
Messur - Messa fyrir fullorðna alla fimmtudaga kl. 19.00. Barnamessa alla sunnudaga kl. 15.30. Unglingamessa alla miðvikudaga kl. 18.00. Allir velkomnir! Presturinn er guðfræðingur, B.A. guðfræði og kirkjumál með 18 ára reynslu. www.simnet.is/vweimer/IBKS2.htm. Kirkjan er fjölskylduvænt starf!
First Baptist Church
Services - Adult Bible Study 10:30 a.m. followed by a worship/preaching hour at 11:15 a.m. Everybody is welcome. The pastor is a Theologian, B.A. in Theology and Church Administration coupled with 18 years of experience. www.simnet.is/vweimer . The church services are family friendly!
Bahá´í Samfélagið í Reykjanesbæ
Bænastundir og umræður alla fimmtudaga kl. 20.30 að Túngötu 11, n.h. Reykjanesbæ. Upplýsingar í síma 694-8654 og 777-4878.
Ríkissalur Votta Jehóva
Sunnudaginn 29. nóvember. Opinber fyrirlestur kl. 13.30. Verum hugrökk og treystum á Jehóva. Fimmtudagar kl. 19.00 Safnaðarbiblíunám, Boðunarskólinn og þjónustusamkoman.