Kirkjumót í pútti
Hið árlega kirkjumót verður haldið eftir guðsþjónustu á púttvellinum við Mánagötu sunnudaginn 13.júlí næstkomandi. Guðsþjónusta er kl.13.00 og eftir mót verða kaffiveitingar og verðlaunaafhending í safnaðarheimilinu við Keflavíkurkirkju.
Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason.