Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kirkjumarkaður til styrktar Velferðarsjóði
Miðvikudagur 20. maí 2009 kl. 08:12

Kirkjumarkaður til styrktar Velferðarsjóði


Keflavíkurkirkja stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá næstkomandi sunnudag á Degi barnsins. Boðið verður upp á sögugöngu, grill og kirkjumarkað með sannkallaðri sumarstemmningu.

Dagskráin hefst kl. 11 með göngu um söguslóðir Keflavíkurkirkja þar sem boðið verður upp á skemmtun og fræðslu fyrir börnin.  Um kl. 12 hefst sannkölluð sumarstemmning í garði kirkjunnar með grilli og kirkjumarkaði. Allur ágóði af sölunni rennur til Velferðarsjóðs Suðurnesja og tekið verður við frjálsum framlögum í hann.

Til stendur að bjóða alls kyns varning til sölu á kirkjumarkaðnum og er fólk hvatt til að kíkja í bílskúra og geymslur ef ske kynni að þær lægju hlutir sem fólk er hætt að nota, s.s. sumarleikföng eða annað nýtilegt. Þá er handverks- og listafólk hvatt til liðsinnis við markaðinn og styrka gott málefni með verkum sínum.  Einnig getur fólk t.d. lagt til heimabakstur og fleira.

Sem fyrr segir rennur ógóðinn af sölunni til Velferðasjóðs Suðurnesja en honum er ætlað að styðja við fjölskyldur í fjárhagslegum erfiðleikum í því árferði sem nú ríkir. Úr honum hefur verið úthlutað m.a. til  lyfjakaupa og tannlæknakostnaðar barna auk þess sem hann veitir daglega mataraðstoð. Að sögn sr. Skúla Ólafssonar, sóknarprests, hefur Velferðarsjóðurinn reynst góð viðbót við Hjálparstarf kirkjunnar en þangað hafa margfalt fleiri leitað eftir aðstoð en áður. Á fyrstu þremur mánuðum ársins leituðu fleiri til Hjálparstarfs kirkjunnar en á öllu síðasta ári. Þörfin hefur því aldrei verið brýnni.
---

Mynd/Frá Degi barnsins á síðasta ári þar sem börnin kynntust söguslóðum í nágrenni Keflavíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024