Kirkjudagur í Vogum
Hinn árlegi kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju var haldinn hátíðlegur í góða veðrinu í Vogum í dag.
Dagskráin hófst með guðsþjónustu þar sem Þráinn Bertelsson var ræðumaður dagsins. Sérstakir boðsgestir voru þeir sem fermdust í kirkjunni fyrir 50 árum.
Eftir athöfnina í kirkjunni var kvenfélagið Fjólan með kaffisölu í samkomuhúsinu Glaðheimum þar sem boðið var upp á margs konar kræsingar m.a. pönnukökur með sykri, brauðtertur og ýmislegt fleira góðgæti.
VF-mynd: Þorgils