Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra
Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra er afmælissýning Keflavíkurkirkju sem fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Sýningin er í bíósal Duus Safnahúsa.
Sýning þessi er sett upp í tilefni af aldarafmæli Keflavíkurkirkju sem vígð var árið 1915. Rifjuð er upp byggingarsaga kirkjunnar og sagt frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kirkjunni í gegnum tíðina. En kirkjan er meira en bygging, hún er líka fólk og gefin er innsýn í öflugt kirkjustarf í heila öld þar sem margir lögðu hönd á plóg.