Kínverskt nudd og nálastungumeðferðir í Vogum
Kínverskur sérfræðingur í náttúrulækningum hefur fengið aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni í Vogum.
Jun Shu Jia er menntaður nálastungulæknir frá Kína sem hefur getið sér gott orð á Íslandi vegna þekkingar sinnar. Jun Shu býður upp á kínverskt sjúkranudd, nálastungulækningar, te og ýmiskonar kínverskar náttúrujurtir. Að sögn Jun Shu hefur verið uppbókað síðan hún byrjaði í febrúar. Hún stefnir að því að opna stofu í Keflavík á næstunni.
Jun Shu Jia er menntaður nálastungulæknir frá Kína sem hefur getið sér gott orð á Íslandi vegna þekkingar sinnar. Jun Shu býður upp á kínverskt sjúkranudd, nálastungulækningar, te og ýmiskonar kínverskar náttúrujurtir. Að sögn Jun Shu hefur verið uppbókað síðan hún byrjaði í febrúar. Hún stefnir að því að opna stofu í Keflavík á næstunni.