Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kindur í sónar fyrir vorið
Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 09:18

Kindur í sónar fyrir vorið

Nú er sú tíð hjá bændum að skoða hversu mörg lömb koma í vor þegar sauðburður hefst. Tímabilið frá 10. febrúar til lok mars er mjög annasamur tími hjá bóndanum Gunnari Björnssyni en hann fer á milli búa með sónartæki sitt og telur fóstrin í kindunum svo bændur viti hvað þeir fá af lömbum í vor. Gunnar býr í Sandfellshaga í Öxarfirði norður á landi og er hann staddur nú hér á Suðurnesjum að skoða ærnar hjá bændum á svæðinu.

Gunnar var staddur í fjárhúsum hjá Jóni bónda Sigurðssyni rétt fyrir utan Sandgerði þegar Víkurfréttir náðu tali af honum. „Þetta er aðalega skemmtun en á síðasta ári fór ég hringinn í kringum landið og stoppaði hér og þar hjá kunningjum og vinum. Ég skoðaði rúmlega 40.000 fjár og stefnir þetta í eitthvað svipað þetta árið,“ sagði Gunnar bóndi.

Gunnar var að skoða kindur hjá Jóni Sigurðssyni, Degi og Jónasi Ingimundarsonum og var útkoman nokkuð góð. „Þetta lítur bara vel út hjá þeim en þetta er aðallega gert til að bændur sjái hvaða kindur með fóstur skal fóðra meira en aðrar og aðskilja þær geldu,“ sagði Gunnar.

Jón var mjög ánægður með þessa skoðun og sagði þetta ótrúlega góða tækni. „Árangur af talningu Gunnars er mjög góður og hefur reynslan sýnt að það sé allt að 99 prósent árangur af hans talningu. Sem dæmi, þá var ein kindin ekki með neitt lamb en hann tók eftir bólgum í leginu og sagði kindina ekki koma til með að eiga fleiri lömb á ævinni,“ sagði Jón aðspurður með útkomuna.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tækið sem notast er við er ekkert ósvipað venjulega sónartæki á sjúkrahúsum.

F.v: Gunnar Björnsson, Jón Sigurðsson, Dagur Ingimundarson.