Kikka gefur út jólabók á netinu
Leikritahöfundurinn Kristlaug (Kikka) María Sigurðardóttir í Reykjanesbæ hyggst gefa út bók á netinu fyrir jólin. Kikka segir í samtali við visi.is að bókin sé krakkabók fyrir alla fjölskylduna en í bókinni segir frá Jóni Ólafi nokkrum, ungum strák sem óvart verður jólasveinn og þarf að glíma við ýmis vandamál til að bjarga jólunum. Bókin verður gefin út á netinu þar sem hægt verður að lesa hana eða hala niður og prenta út ef fólk vill það frekar. Og það sem fátt er nú ókeypis nú á tíðum vekur það athygli að fólk þarf ekkert að greiða fyrir bókina frekar en það vill. Hún verður sumsé ókeypis en þeir sem það kjósa geta látið af hendi frjáls framlög.
Bókin verður aðgengileg á netinu þann 20. nóvember á slóðinni www.jonolafur.is. Að sögn Kikku verður bókin einnig sett inn sem hljóðbók.
Mynd: Bókin verður á síðunni jonolfur.is á næstu dögum, eins og þessi jólasveinn á síðunni gefur til kynna.
Bókin verður aðgengileg á netinu þann 20. nóvember á slóðinni www.jonolafur.is. Að sögn Kikku verður bókin einnig sett inn sem hljóðbók.
Mynd: Bókin verður á síðunni jonolfur.is á næstu dögum, eins og þessi jólasveinn á síðunni gefur til kynna.