Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 29. nóvember 2001 kl. 09:30

Kiðlingarnir koma til Reykjanesbæjar

Krakkasöngsveitin Kiðlingarnir heimsækir Reykjanesbæ sunnudaginn 2. desember n.k. og heldur hljómleika í Frumleikhúsinu kl. 15.
Kiðlingarnir hafa gert víðreist á þessu ári og sungið á ýmsum uppákomkum víða um land og komið fram í sjónvarpi. Þau sendu frá sér tveggja laga jólaplötu í fyrra en nú bæta þeir um betur og hafa nýverið sent frá sér 12 laga plötu með nýjum rokklögum og textum sem krakkar skilja og vilja heyra aftur og aftur. Kiðlingarnir hafa heyrt að í Reykjanesbæ sé mikill tónlistaráhugi og iða í skinninu eftir að koma og syngja lögin sín þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024