Kiðlingarnir heita Freyja og Týr
Tveir krúttlegir kiðlingar fæddust í gærmorgun í Landnámsgarðinum við Víkingaheima á Fitjum hafa verið nefndir Freyja og Týr. Móðir þeirra er heitir Aþena og hefur verið í garðinum frá því hann opnaði nú í vor.
Mjög gestkvæmt hefur verið í Landnámsgarðinum frá því hann opnaði og hafa um 3000 gestir þegar komið og heilsað upp á landnámsdýrin í garðinum.
Auk nýfæddu kiðlinganna má sjá fjölmargar geitur, lömb, kálfa, landnámshænur og kanínur. Landnámsdýragarðurinn er opinn frá kl. 11 til 17 alla daga.
Mynd: Freyja og Týr í Landnámsdýragarðinum í Reykjanesbæ í gærmorgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson